Forsíða
Fréttir
Föstudagur, 25. mars 2011 14:22

Hér birtist nýr ljósmyndapakki sem inniheldur blandaðar ljósmyndir. Eins og áður er fólkið, staðurinn, ljósmyndarinn eða ártalið er óþekkt.  Hægt er að senda inn athugasemdir við myndirnar á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  eða hringja í Safnahúsið 464-1860 og ræða við Snorra.

 

 

 

 

 

 

Nánar...
 
Þriðjudagur, 22. mars 2011 13:42

Laugardaginn 26.mars verður Safnahúsið opið frá 13-17.

 

Tilvalið tækifæri til að skoða nýju sýninguna Mannlíf og Náttúra - 100 ár í Þingeyjarsýslum. Heimsókn á Sjóminjasafnið fróðleg og skemmtileg. Þeir sem ekki hafa ennþá séð sýningu á verkum Rögnu Hermannsdóttur eru hvattir til að koma því að sýningardögum fer fækkandi. Þeir sem eru áhugasamir um hús og skipulag finna eitthvað við sitt hæfi á fyrstu hæðinni þar sem sýndar eru gamlar ljósmyndir af húsum á Húsavík, sýnishorn af skipulagsvinnu bæjarins og sýn ungmenna á það hvernig hús breytast.

 
Þriðjudagur, 08. mars 2011 13:28

Jón Jakobsson í Árbæ á Tjörnesi er þekktur dagbókarritari. Hann var fæddur 18.maí 1875 á Ketilsstöðum á Tjörnesi. Faðir hans var Jakob Jónsson hreppstjóri á Fjöllum í Kelduhverfi. Móðir hans var Kristín Andrésdóttir.

 

"Jón var lagvirkur maður og velvirkur. Smiður var hann sjálflærður, en eigi að síður góður. Hann var nærfærinn við sjúkar skepnur, hjálpaði bæði kúm og ám, ef þeim gekk illa að bera, hafði tæki til að dæla doðaveikar kýr, bólusetti fé gegn bráðapest, sótthreinsaði, ef smitnæmir sjúkdómar gengu. Oft var hann fenginn til þess að vaka yfir sjúkum mönnum." (Auðlegð andans fjár við útskerið eftir Karl Kristjánsson, Árbók Þingeyinga 1971).

 

Jón Jakobsson hóf ritun dagbóka þann 26.október 1889 og hélt ritunninni áfram allt til 29.apríl 1915 er hann veiktist alvarlega. Flestar þessara dagbóka eru aðgengilegar á Héraðsskjalasafni Þingeyinga.

Nánar...
 
Föstudagur, 04. mars 2011 15:42

Hér birtist nýr ljósmyndapakki sem inniheldur blandaðar ljósmyndir. Eins og áður er fólkið, staðurinn, ljósmyndarinn eða ártalið er óþekkt enn nokkuð er um ljósmyndir þar sem hús sjást í bakgrunni sem væri fengur í að vita hver eru.  Hægt er að senda inn athugasemdir við myndirnar á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða hringja í Safnahúsið 464-1860 og ræða við Snorra.

 

 

 

 

 

 

Nánar...
 
«FyrstaFyrri616263646566676869NæstaSíðasta»

Síða 63 af 69
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing