Miðvikudagur, 08. desember 2010 10:55 |
Þann 11.desember kl 14:00 verður opnuð ný myndlistarsýning í sýningarsalnum á efstu hæð Safnahússins. Sýnendur eru tveir ungir listamenn þær Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Habbý Ósk. Sýningin verður opin alla virka daga 10:00-16:00.
|
Nánar...
|
|
Föstudagur, 03. desember 2010 13:40 |
Aðventukvöld verður á Grenjaðarstað föstudaginn 3.desember kl.21:00. Krikjukórinn syngur undir stjórn Jaan Alavere. Kristján Halldórsson syngur einsöng. Nemendur Tónlistarskólans leika á hljóðfæri.
Ræðumaður kvöldsins verður Sigrún Kristjánsdóttir forstöðumaður Safnahússins. Kórinn syngur eitt lag inni í Grenjaðarstað.
Á eftir býður kirkjukórinn til kaffiveislu í hlöðunni. |
Þriðjudagur, 23. nóvember 2010 12:17 |
Þetta vilja börnin sjá!
- Upplestrardagskrá í tengslum við sýninguna -
Í tilefni af sýningunni "Þetta vilja börnin sjá!" stendur Safnahúsið fyrir upplestrarstundum fyrir börn, á mánudags- og þriðjudagsmorgnum næstu vikur. Stundirnar hefjast klukkan 10:00, lesið verður í u.þ.b. 20 mín. í hvert sinn. Lesið verður úr nýútkomnum barnabókum í bland við gamlar og góðar.
|
Nánar...
|
Mánudagur, 22. nóvember 2010 16:35 |
Nýlega bárust Ljósmyndasafninu sex ljósmyndir sem voru teknar á Grenjaðarstað um 1940. Myndirnar eru af börnum við leik í kringum Grenjaðarstað. Gefandi eru Soffía Margrét Þorgrímsdóttir, en hún fæddist á Grenjaðarstað, og sonur hennar Hermann Þráinsson. Menningarmiðstöð Þingeyinga vill þakka þeim kærlega fyrir þessa góðu gjöf.
|
Nánar...
|
|
|
|
|
Síða 60 af 62 |