Forsíða
Fréttir
Þriðjudagur, 09. ágúst 2011 08:37

Þriðjudaginn 16.ágúst kl. 20:00 mun Þorsteinn frá Hamri lesa eigin ljóð og Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari flytja partitu í h-moll eftir J.S. Bach í Safnahúsinu.

Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari  Þorsteinn frá Hamri

Dagskráin er um klukkustundar löng.  Sala aðgöngumiða fer fram við innganginn.

 
Föstudagur, 29. júlí 2011 12:46

Í byrjun júní var byggðasafn N-Þingeyinga að Snararstöðum opnað eftir viðamiklar breytingar. Bókasafn Öxarfjarðar, sem hafði aðstöðu á jarðhæð hússins, var flutt í Skjálftasetrið á Kópaskeri. Við það losnaði rými sem var breytt í kaffihús og krakkaherbergi.

 SalurinnKaffihúsBarnaherbergi

Tilvalið er að koma við á safninu, skoða einstaka sýningu á miklu úrvali af hannyrðum, fá sér rjúkandi gott kaffi og nýjar kleinur og leyfa krökkunum að kanna leyndardóma krakkaherbergisins.

Sýningin er opin alla daga vikunnar frá 13:00 - 17:00 og er aðgangur ókeypis.

 
Þriðjudagur, 19. júlí 2011 10:56

Þann 1.júní  færði Eysteinn Tryggvason Héraðsskjalasafninu höfðinglega gjöf. Eysteinn hefur síðustu ár unnið við að safna saman upplýsingum um þingeyinga sem fluttust til Vesturheims. Þessar upplýsingar hefur hann tekið saman í verkinu "Þingeyskir Vesturfarar á árunum 1860 til 1920".

 

 

 

Nánar...
 
Mánudagur, 04. júlí 2011 09:35

Föstudaginn 8. júlí verður opnuð sýning á ljósmyndum Bárðar Sigurðssonar í listasalnum á efstu hæð Safnahússins.

Bárður Sigurðsson var ljósmyndari í Mývatnssveit í byrjun 20.aldar og Þingeyjarsýslur urðu aðalstarfsvettvangur hans í ljósmyndun enda þótt hann myndaði víðar um land. Bárður skapaði í ljósmyndum sínum þingeyskan sjónarheim og myndir hans opna okkur einstæða sýn inn í íslenskt bændasamfélag og þjóðmenningu.

 

Bárður sérhæfði sig í gerð stereoskópmynda og var einn mikilvirtasti framleiðandi slíkra mynda hérlendis.

 
«FyrstaFyrri51525354555657585960NæstaSíðasta»

Síða 57 af 66
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing