Forsíða
Fréttir
Mánudagur, 14. nóvember 2011 15:53

Héraðsskjalaverðir og starfsmenn héraðsskjalasafna heimsóttu Höfða í hádegishléi og fengu að skoða húsið undir tryggri leiðsögn Önnu K. Kristinsdóttur móttökufulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Hér má sjá hópinn samankominn á tröppunum.Ráðstefna Félags héraðskjalavarða á Íslandi var haldin dagana 10. - 11. nóvember 2011.  Félagið hefur staðið fyrir námskeiðum um skjalavörslu grunnskóla á árinu með skólastjórnendum og starfsmönnum grunnskóla um land allt. Ráðstefnan fjallaði um skjalavörslu grunnskóla og voru ýmsir þættir skjalavörslunnar skoðaðir enn frekar með tilliti til samstarfs héraðsskjalasafna og grunnskóla. Mikil vinna er framundan við frágang og skráningu eldri skjala skólanna auk þess sem verið er að útbúa bréfalykla og skjalavistunaráætlanir fyrir skóla. Sú vinna er ýmist unnin af skólunum sjálfum en í flestum tilfellum eru héraðsskjalasöfnin skólunum til aðstoðar.


Aðalfundur Félags héraðsskjalavarða á Íslandi var einnig haldinn og þar var m.a. ný stjórn kosin. Nýju stjórnina skipa:  

Hrafn Sveinbjarnarson, Héraðsskjalasafni Kópavogs. Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, Héraðsskjalasafni Akranes. Sigurður Hannesson, Héraðsskjalasafni Austur-Skaftafellssýslu. Snorri Guðjón Sigurðsson, Héraðsskjalasafni Þingeyinga. Svanhildur Bogadóttir, Borgarskjalasafni Reykjavíkur. Þorsteinn Tryggvi Másson, Héraðsskjalasafni Árnesinga.

Sjá nánar á vef félags héraðsskjalavarða á Íslandi http://www.heradsskjalasafn.is/

 
Miðvikudagur, 02. nóvember 2011 00:00

 

Árbók 2010 - forsíðumynd: Björn Ingólfsson

Árbók Þingeyinga 2010 - árgangur LIII er komin út.

Nánar...
 
Föstudagur, 14. október 2011 08:56

Margmiðlunarefnið á snertiskjánum á Samvinnusýningunni hefur nú verið uppfært. Efnið sem nú bætist við fjallar um tímabilið 1920-1940.

Skjámyndin fyrir tímabilið 1920-1930

Mikill fjöldi ljósmynda og myndbanda bætast við í þessum áfanga. Fjallað er m.a. um fyrstu útibú K.Þ., ullariðnað á Húsavík, fyrstu rafstöðvar í Þingeyjarsýslum og Sýslubókasafnið. Gagarín ehf sá um efnið en Björn Teitsson ritaði textann. Þriðji og síðasti hlutinn verður tilbúinn í febrúar 2012 en þá verða 130 ár liðinn síðan að undirritaður var samningur í Þverárstofu um fyrsta kaupfélagið.

 
Miðvikudagur, 12. október 2011 00:00

31.árgangur af Safna er kominn út. Safni er fréttablað Menningarmiðstöðvar Þingeyinga þar sem hverju starfsári er gert skil í máli og myndum. Safni er ókeypis hefur komið óslitið út síðan 1981.

Safni 2011

Í þessu fréttablaði eru fjallað um nýja grunnsýningu Safnahússins "Mannlíf og náttúra  - 100 ár í Þingeyjarsýslum".  Í blaðinu eru einnig birtar nokkrar myndir úr ljósmyndasafni Sigurðar Péturs Björnssonar en við andlát hans 2007 féll allt ljósmyndasafn Silla Menningarmiðstöðinni í skaut.

 
«FyrstaFyrri51525354555657585960NæstaSíðasta»

Síða 54 af 65
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing