Forsíða
Fréttir
Miðvikudagur, 02. maí 2012 12:42

List án landamæraVerið að setja sýninguna upp

Sýningin Medio sem er sýning á mosaikverkum hefst kl. 14:00 miðvikudaginn 2. maí. í sýningarrými á jarðhæð í Safnahúsinu. Sýningin mun standa til 4. maí og verður opin frá 11.00-17:00.

Sýnendur eru notendur Miðjunnar og munu þau sýna mosaikverk sem þau hafa unnið í mars og apríl.

Verið velkomin.

 
Miðvikudagur, 04. apríl 2012 12:45

Frá og með fimmtudeginum 5. apríl (Skírdagur) til og með mánudagsins 9. apríl (Annar í páskum) verða allar sýningar í Safnahúsinu lokaðar nema málverkasýning Ingvars Þorvaldssonar. Hún verður opin alla þessa daga frá 15:00-18:00.

 
Fimmtudagur, 29. mars 2012 12:18

Pétur og Ingvar að setja upp sýninguna í SafnahúsinuIngvar Þorvaldsson opnar nk. laugardag 31. mars málverkasýningu í Safnahúsinu á Húsavík. Þar sýnir hann fjölmargar olíu- og vatnslitamyndir, en sýningin verður bæði í sýningarsal á efstu hæð og í sýningarrými á jarðhæð. Ingvar er fæddur og uppalinn á Húsavík og eru margar myndirnar hans héðan af heimaslóðum. Ingvar hélt sína fyrstu málverkasýningu hér á Húsavík og hefur síðan haldið yfir 40 sýningar víða um land.

 

Sýningin verður opnuð klukkan 15 á laugardaginn og verður opin til 9. apríl frá 15-18 alla daga.

 
Föstudagur, 23. mars 2012 15:56

Safnahúsið verður opið sunnudaginn 25. mars frá 13:00 - 17:00, eins og venjulega síðasta sunnudag hvers mánaðar. Tilvalið tækifæri til þess leggjast í grúsk í margmiðlunarefni Samvinnusýningarinnar, heilsa upp á ísbjörninn og finna sjóarann í sér brjótast fram í sjóminjasafninu.

 
«FyrstaFyrri51525354555657585960NæstaSíðasta»

Síða 51 af 66
 
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing